Ég bý í risalandi

Information about the event

Time
14:00 - 16:00
Price
Free
Target
Everyone
Language
Íslenska
Literature
Children
Music

Lestrarhátíð | Sögustund og jólaball 

Saturday November 29th 2025

Lestrarhátíð Borgarbókasafnsins lýkur í bókasafninu í Spönginni í Grafarvogi með notalegri sögustund og jólaballi.  

Birna Daníelsdóttir les fyrir börnin úr nýrri bók, Ég bý í risalandi. Finnst þér stundum eins og allt sé annað hvort of stórt fyrir þig, of langt í burtu eða alltof hátt uppi? Þá býrðu kannski í RISALANDI!

Yrsa Þöll Gylfadóttir og Gunnar Theódór Eggertsson lesa úr Jólabókaorminum. Þið kannist við jólaköttinn en hafið þið heyrt um jólabókaorminn? Hann er nefnilega alveg jafnslæmur nema hvað hann étur bara þá sem fá ekki bók í jólagjöf!  En hefur nokkur séð jólabókaorminn? Er hann til í alvörunni? Er þetta ekki bara þjóðsaga?

Að lokinni sögustund verður gengið kringum jólatré og sungið við undirleik, jólasveinar koma í heimsókn og allir krakkar fá pakka.  

Boðið verður upp á rjúkandi kakó og smákökur. 

Lestrarhátíð Borgarbókasafnsins fyrir börn og fjölskyldur 22. - 29. nóvember 2025

Vikuna 22. - 29. nóvember, í aðdraganda aðventu, heldur Borgarbókasafnið lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur í öllum átta bókasöfnum borgarinnar. Lögð er áhersla er á að skapa notalegar stundir fyrir börn og fjölskyldur. Höfundar mæta og lesa úr jólabókunum og stýra föndursmiðjum og boðið upp á heitt kakó og smákökur.
Hér má finna dagskrá Lestrarhátíðar.

Lestrarhátíð Borgarbókasafnsins er styrkt af Barnamenningarsjóði og Bókasafnasjóði.
 

Viðburðurinn á Facebook
 

Nánari upplýsingar veitir:

Þorgerður Agla Magnúsdóttir
Verkefnastjóri | Bókmenntir og lestrarhvatning
thorgerdur.agla.magnusdottir@reykjavik.is | 411 6149

Materials