Leshringurinn Glæpagengið

Information about the event

Time
16:30 - 17:30
Price
Free
Target
Adults
Language
Íslenska
Literature
Talks & discussions

Leshringurinn Glæpagengið

Tuesday September 24th 2024

Í amstri hversdagsins er fátt betra en að henda sér upp í sófa með góða glæpasögu, sogast inn í spennandi atburðarás og reyna að leysa gátuna, helst fyrir miðnætti!

Leshringurinn Glæpagengið er hluti af dagskránni Glæpafár á Íslandi sem sett er á laggirnar í tilefni af 25 ára afmælis Hins íslenska glæpafélags. Við komum saman á Borgarbókasafninu Spönginni, einn þriðjudag í mánuði kl. 16:30 – 17:30, til að spjalla um íslenskar og erlendar glæpa- og spennusögur og velta fyrir okkur fléttunni, persónunum og endinum.

Lesefni haustsins:

24. september
Heim fyrir myrkur eftir Evu Björgu Ægisdóttur

29. október
Kalmann og fjallið sem svaf eftir Joachim B. Schmidt

26. nóvember
Babúska: Reimleikar og voðaverk eftir Hallveigu Thorlacius

17. desember
Stóri bróðir eftir Skúla Sigurðsson

Umsjón með leshringnum hefur Guðrún Dís Jónatansdóttir, forfallinn unnandi glæpasagna og starfsmaður á safninu
 

Leshringurinn á Facebook

 

Skráning og nánari upplýsingar:

Guðrún Dís Jónatansdóttir, deildarstjóri miðlunar
gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is | 411 6115

Materials