Sigríður Jónsdóttir

Information about the event

Time
20:00 - 21:30
Price
Free
Target
Adults
Language
Íslenska
Past Events

Kvöldganga | Hinsegin sviðslistir í Reykjavík

Thursday August 8th 2024

Hinsegin fólk hefur alltaf verið til. Einn af þeirra griðastöðum var leikhúsið. Í göngunni verður hulunni svipt af þessum hinsegin heimi og nokkrir vel valdir staðir skoðaðir með öðruvísi gleraugum en leikhúsgesturinn er kannski vanur að nota.

Sviðslistir eru órjúfanlegur hluti af menningarsögu Reykjavíkurborgar en undir yfirborðinu glittir í annarskonar og hinsegin heim. Leikar hófust með leiksýningum skólapilta í Latínuskólanum, síðar Menntaskólanum í Reykjavík, en þeir léku bæði kven- og karlhlutverk. Leikfélag Reykjavíkur ruddi brautina fyrir nútímaleikhúsi í Iðnó árið 1897 en árið 1975 steig fyrsti homminn í íslensku leikriti fram á sama leiksviði. Þjóðleikhúsið var stofnað 1950 og í annarri uppsetningu hússins steig ein þekktasta gamanleikkona landsins á svið en sú átti sambýliskonu til margra ára. Á sjöunda áratugnum fóru sjálfstæðir leikhópar að ögra borgaralegum hugsunarhætti og fyrsta lesbían birtist í einni slíkri uppsetningu, miklu fyrr en mörg grunar.

Sigríður Jónsdóttir leiðir gönguna. Hún er sérfræðingur við Leikminjasafnið á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni ásamt því að vera leikhúsgagnrýnandi Heimildarinnar.

Kvöldgöngur eru viðburðaröð sem Borgarbókasafn Reykjavíkur, Borgarsögusafn Reykjavíkur, Listasafn Reykjavíkur og Reykjavik Bókmenntaborg Unesco standa fyrir. Göngurnar fara fram á fimmtudagskvöldum frá kl. 20:00 - 21:30 yfir sumarmánuðina. Gangan hefst við Borgarbókasafnið Grófinni, Tryggvagötu 15.

Kynnið ykkur kvöldgöngur sumarsins HÉR.

Viðburður á Facebook.
 

Nánari upplýsingar veitir:

Guðrún Dís Jónatansdóttir, deildarstjóri miðlunar
gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is | 411 6115