Information about the event

Time
13:00 - 14:30
Price
Free
Target
Adults
Language
Enska
Literature
Learning
Talks & discussions

Bókakynning | Riding the Tiger

Saturday May 31st 2025
 
Verið velkomin á fyrirlestur um Búddisma á Vesturlöndum, fluttan af Zuzana Ilavska frá Slóvakíu. Fyrirlestur þessi er á vegum Demantsleiðar Búddistamiðstöð Ísland.

Zuzana mun fjalla um bókina: Riding the Tiger eftir Lama Ole Nydahl sem fjallar um þróun Tíbetsks Búddisma á Vesturlöndum, út frá persónulegu sjónarmiði. Með sínum hressandi og látlausa stíl fer Lama Ole í gegnum allar hliðar verksins og með hrífandi ákafa, undirstrikar hann bæði hollar og óheilbrigðar tilhneigingar í ljósi æðsta markmiðs Búdda: Að ná fram fullþróuðum einstaklingum sem blessa heiminn með hverju sínu skrefi.


Lama Ole Nydahl er búddistakennari í hefð Karma Kagyu leiðarinnar og hefur stofnað yfir 600 Demantsleið búddistamiðstöðvar um allan heim. Hann er einn af þekktustu vestrænu búddistakennurunum og með starfsemi sinni hefur Karma Kagyu hefðin orðið ein vinsælasta búddistaleiðin á Vesturlöndum.

Frekari upplýsingar um Lama Ole Nydahl: www.lama-ole-nydahl.org
 
Lama Ole Nydahl
 
Zuzana kom í búddistaathvarf hjá Lama Ole Nydahl í Bratislava árið 1998. Hún var hluti af vinahópi sem stofnaði Demantsleið búddistamiðstöðvarnar í Slóvakíu á þeim tíma. 
Hún vinnur fyrir fyrirtæki sem skapandi verkefnastjóri í umbúðahönnunardeild. Þar sem Zuzana er grafískur hönnuður að mennt, hjálpar hún við ritstýringu og hönnun Slovak Buddhism Today tímaritsins.  Hún hjálpar einnig til við gerð bókakápa fyrir Diamond Way. 
Lama Ole bað hana um að kenna árið 2009.
Zuzana býr með syni sínum í Bratislava, aðeins nokkrum metrum frá Búddistamiðstöð.
 
 Zuzana Ilavska
 
 
Öll hjartanlega velkomin, ókeypis aðgangur.
 
 
Fyrir nánari upplýsingar: 
buddismi@buddismi.is