• book

Jane Eyre (English)

Contributor
Lestu (forlag)
Jane Eyre er sígild skáldsaga eftir Charlotte Brontë (1816-1855). Sagan kom fyrst út árið 1847 og var strax vel tekið af gagnrýnendum jafnt sem lesendum. Hún er talin meistaraverk höfundar og eitt af þekktustu verkum enskra bókmennta. Auk þess er hún ein frægasta ástarsaga bókmenntanna. Charlotte Brontë skrifaði söguna undir dulnefninu Currer Bell og byggði hana að hluta til á eigin reynslu. Söguhetjan Jane er smávaxin og greind stúlka sem hefur misst foreldra sína og elst upp við harðræði og vanrækslu á heimili frænku sinnar. Að loknu námi við Lowood-heimavistarskólann ræður hún sig í vinnu sem kennslukona á Thornfield Manor. Húsbóndinn, herra Rochester, býr yfir skuggalegu leyndarmáli sem á eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir Jane.
Rate this

Other materialtypes