Ljóðakaffi er nýleg viðburðarröð þar sem ljóðslkáld lesa upp ljóðin sín en eftir hlé eru ljóðaáhugamenn og skáld meðal gesta hvattir til að lesa upp ljóð sem þeir hafa geymt í skúffunni eða í tölvunni
Halla Margrét og Soffía eru rithöfundar sem eiga það sameiginlegt að hafa báðar útskrifast með Mastersgráðu í ritlist frá HÍ. Þær hafa líka báðar kennt ritlist saman og sitt í hvoru lagi, gefið út ljóðabækur, leikrit og skáldsögur. Á ljóðakaffi lesa þær eigin ljóðtexta og tala um ljóð, skrif og skáldskap.