![Jóhannes úr Kötlum: Jólin koma : kvæði handa börnum](https://borgarbokasafn.is/sites/default/files/styles/ding_list_small/public/ting/covers/YWxtYTk5MDAxMjU5NDMwMDEwNjg5Mw%3D%3D.jpg?itok=NtVJIOAE)
Vísur Jóhannesar úr Kötlum um jólasveinana, jólaköttinn og aðrar íslenskar vættir kom fyrst út 1932 og er löngu orðin ómissandi í aðdraganda jólanna. Fyrir þessa hátíðarútgáfu, sem gefin er út í tilefni af áttatíu ára afmæli bókarinnar, voru teikningar Tryggva Magnússonar myndaðar að nýju svo önnur eins gæði hafa aldrei sést. Bókin er jafnframt í stærra broti en áður og innbundin. (Heimild: Bókatíðindi)