Af kápu: Ógæfa bensínafgreiðslumannanna af Laugaveginum ætlar engan endi að taka í Fangavaktinni, þriðja hluta Vaktaseríunnar. Á meðan Ólafur Ragnar valsar um frjáls og sinnir starfi sínu sem fasteignasali, hafa þeir félagar Georg og Daníel komið sér á kaldan klaka eftir atburðina í Bjarkalundi og þurfa að afplána dóma á Litla Hrauni. Í fangelsinu finna þeir fyrir úrval íslenskra glæpamanna sem hafa ef til vill margt á samviskunni en hafa aldrei lent í Georgi Bjarnfreðarsyni áður.