Ofurhúmoristinn Hugleikur Dagsson sendir nú frá sér sjöttu Okkur-bókina, Jarðið okkur. Sem fyrr er verkið troðið djörfum en jafnframt drepfyndnum bröndurum. Um leið og lesandinn veltist um af hlátri vekja einrömmungarnir upp áleitnar spurningar um firringu samtímans og lesandinn spyr sig: „Ætti ég að vera að hlæja að þessu?“ – Já, af hverju ekki. (Heimild: Bókatíðindi)