Fagurlega myndskreytt matreiðslubók sem sýnir ótvírætt að hollusta og bragðgæði eiga samleið. Gagnlegur leiðarvísir um mat sem er bæði fitusnauður og gómsætur. Rúmlega 150 uppskriftir að auðveldum nútímaréttum, hefðbundnum krásum og fitusnauðum útgáfum af réttum frá fjarlægum heimshornum. Upplýsingar um næringargildi fylgja hverri uppskrift í þessari vönduðu bók sem sýnir hvernig breyta má innkaupum, matseld og neysluháttum í átt til hollustu án áreynslu og fyrirhafnar. (Heimild: Bókatíðindi)