Series
[Hugmyndabanki heimilanna]
Það skapar vissa jólastemmningu að föndra nýja hluti fyrir jólin og verður hluti af jólahefð fjölskyldunnar. Nýtt jóladagatal getur með tímanum orðið erfðagripur og heimagerðar gjafir gleðja bæði gefandann og þiggjandann. Í bókinni er gömlum og nýjum aðferðum blandað saman á nýstárlegan hátt, allt frá ullarvinnslu og körfufléttun að kortagerð og myndvinnslu með límlakki. Innihald bókarinnar er því af ólíkum toga og afar fjölbreytt; jólasokkar og jólapokar, borðskraut, jólakort og innpökkun – og nokkrar ómótstæðilegar jólauppskriftir í lokin. (Heimild: Bókatíðindi)