
Bókin um bjórinn er grundvallarverk um öl og öldrykkju. Menn þurfa ekki að hafa iðkað kráarölt, prófað allar öltegundirnar á barnum eða eiga bruggtunnu í kjallaranum, til að njóta þessarar bókar.. En hún kann að kenna mönnum að meta bestu eiginleika bjórsins! Bráðskemmtileg umfjöllun um hinar ýmsu leiðir til að njóta bjórdrykkjunnar - hvort sem dreypt er á ávaxtabjór á evrópsku kaffihúsi eða sameinast í fjöldasöng kringum píanóið á kránni. Steingrímur Sigurgeirsson ritaði sérkafla um íslenskan bjór. (Heimild: Bókatíðindi)