Fyrsta bókin á íslensku sem fjallar um brunch. Hún er sneisafull af góðum hugmyndum um hvernig haga má brunchinum heima. Þar er fjallað um öll helstu atriði sem þarf til að búa til góðan brunch. Áherslan er lögð á þemu, uppskriftir og handhæg ráð sem gera brunchinn vel heppnaðan. Brunchinn byrjar snemma og helst fram eftir degi. Framreiðslan tekur stuttan tíma og er þægileg þar sem undirbúa má brunchréttina nokkuð áður. Boðið er upp á óendanlegan fjölbreytileika. Má þar nefna: Muffins, bökur, eggjarétti, pönnukökur og vöfflur, sultur, ávexti og grænmeti, ferskan ávaxtasafa, ýmsar brauðtegundir og kalda og heita drykki. "Gullfalleg bók með myndum sem tala sínu máli." Sumarbústaðablaðið 2000. (Heimild: Bókatíðindi)
Subjects
Matreiðsla Mataruppskriftir