GRÆN SKREF | Borgarbókasafnið fær fjórða skrefið

Öll söfn Borgarbókasafnsins fá fjórða skrefið í Grænu skrefum í starfsemi ReykjavíkurborgarHildur Sif Hreinsdóttir, verkefnisstjóri Grænna skrefa, kíkti í heimsókn í Grófina og afhenti glöðu starfsfólki sérstakt viðurkenningarskjal af þessu tilefni.

Borgarbókasafnið hefur lengi lagt mikið upp úr því að vera umhverfisvæn stofnun og er því heiður að ná að uppfylla þau skilyrði sem fjórða skrefið felur í sér. Hér má sjá dæmi um skilyrðin, en þetta er aðeins lítið brot af því sem við gerum til að sjá til þess að safnið sé sem umhverfisvænast.

  • 80% af úrgangi er flokkaður til endurnotkunar og endurvinnslu
  • Engin ílát eru undir almennan úrgang við skrifborð starfsmanna
  • Við tökum þátt í stærri verkefnum sem snúa að umhverfisvernd 
  • Þegar gjafir handa starfsfólki eða öðrum eru keyptar er hugað að nytsemi og umhverfinu
  • Við kaup á efnavöru (s.s. málningu, lím, lakk og annan efnivið) forðumst við að velja efni sem eru hættuleg umhverfinu
  • Við höfum greint hversu stórt hlutfall starfsmanna er með samgöngusamning og sett okkur markmið um að auka verulega hlutdeild þeirra 

Borgarbókasafnið tekur við skrefi 4 hjá Grænum skrefum Reykjavíkurborgar