Manneskjur skoða Heimskortið

Heimskort Söguhringsins

Heima í heiminum

Árin 2017-18 komu 80 konur saman frá 39 löndum og hittust í Söguhring kvenna. Bókasafnið bauð konunum rými til að hittast, mynda tengsl sín á milli og skapa nýtt samfélag. Saman skoðuðu þær frá öllum mögulegum hliðum hvað það þýddi að eiga heima í heiminum. Þær tjáðu hugsanir sínar í táknum og hvert einasta verk segir einhverja sögu. Jörðin máluð frá öllum hliðum hnattarins. Heimsýn fólks er mismunandi og mótast af því hvaðan það er. Að lokum sköpuðu þær nýja Pangeu og notuðu til þess útlínur allra landa þátttakenda. Þannig sköpuðu þær samfélag þar sem hver einasti einstaklingur fékk að eiga heima í heiminum. 

Sögurhringur kvenna er samvinnuverkefni Borgarbókasafnsins og W.O.M.E.N., samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.

Sjá nánari upplýsingar um Söguhring kvenna.

Nánari upplýsingar

Guðrún Dís Jónatansdóttir
Deildarstjóri – Miðlun og nýsköpun
gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is

Category
UpdatedWednesday June 10th 2020, 12:57