Guðrún C. Emilsdóttir formaður Bandalags þýðenda og túlka, Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Guðrún Hannesdóttir verðlaunahafi Íslensku þýðingaverðlaunanna og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson frá útgáfunni Dimmu. Mynd: gljufrasteinn.is

Íslensku þýðingarverðlaunin 2021 | Bókalisti

Guðrún Hannesdóttir hlaut íslensku þýðingarverðlaunin á dögunum fyrir þýðingu sína á bókinni Dyrnar eftir ungversku skáldkonuna Mögdu Szabó. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Gljúfrasteini og óskum við Guðrúnu innilega til hamingju!

Bókin Dyrnar eftir Mögdu Szabó byggist að hluta til á lífi höfundar kom fyrst út árið 1987, hún hefur verið þýdd á fjölda tungumála og kom út á vegum Dimmu í fyrra.

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands afhenti verðlaunin, sem nú voru veitt í 17. sinn.

Í umsögn frá dómnefnd segir meðal annars að þýðing Guðrúnar einkennist af blæbrigðaríku, kjarnyrtu og lífmiklu máli og ætla að sagan hafi upprunalega verið skrifuð á íslensku. „Samt byggir þýðing Guðrúnar á enskri verðlaunaþýðingu og þótt ekki sé sjálfgefið að texti lifi af svo bugðóttan feril tekst henni að skila lesandanum ítrekuðum tilvitnunum í sögu og bókmenntir jafnframt því að fylgja eftir átökum og vináttu kvennanna tveggja þar sem fast er haldið utan um orðin og aftur af þeim, þar til allt springur,“ segir í umsögninni.

Við höfum tekið til bókalista hér að neðan með tilnefndum bókum og verðlaunahöfum í gegnum tíðina. Njótið vel.

Tilnefndir þýðendur 2020 voru:

  • Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, fyrir þýðingu sína 43 smámunir eftir Katrin Ottarsdóttir. Dimma gefur út.
  • Guðrún Hannesdóttir, fyrir þýðingu sína Dyrnar eftir Magda Szabó. Dimma gefur út.
  • Heimir Pálsson, fyrir þýðingu sína Leiðin í Klukknaríki eftir Harry Martinson. Ugla útgáfa gefur út.
  • Magnús Sigurðsson, fyrir þýðingu sína Berhöfða líf úrval ljóða eftir Emily Dickinson. Dimma gefur út.
  • Sigrún Eldjárn, fyrir þýðingu sína Öll með tölu eftir Kristin Roskifte. Vaka-Helgafell gefur út.
  • Þórarinn Eldjárn, fyrir þýðingu sína Hamlet eftir William Shakespeare. Vaka-Helgafell gefur út.
  • Þórdís Gísladóttir, fyrir þýðingu sína Álabókin eftir Patrik Svensson. Benedikt útgáfa gefur út.
Category
UpdatedWednesday November 8th 2023, 12:25
Materials