Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur

Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur 2024 afhent

Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur voru stofnuð árið 2018 til heiðurs Guðrúnu Helgadóttur rithöfundi og fyrst veitt í apríl 2019. Reykjavíkurborg veitir verðlaunin árlega fyrir óprentað handrit að barna- eða ungmennabók og er þeim ætlað að styðja við nýsköpun í greininni.

 

Verðlaunahafi ársins 2024

Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur árið 2024 voru veitt í Höfða þann 12. september.

Verðlaunahafinn þetta árið er Ævar Þór Benediktsson fyrir handritið að skáldsögunni Skólastjórinn sem kemur út á næsta ári, en Einar Þorsteinsson, borgarstjóri og Irsa Sigurðardóttir, rithöfundur afhentu verðlaunin.

Við óskum Ævari Þór hjartanlega til hamingju með heiðurinn og hlökkum til að lesa bókina!

 

Category
UpdatedThursday September 12th 2024, 15:45
Materials