Alþjóðadagur ljóðsins | Bókalisti

21. mars er Alþjóðadagur ljóðsins og því kjörið að grípa niður í sína uppáhaldsljóðabók, hlusta á upplestur á netinu eða senda góðum vini mynd af góðu ljóði. Bókmenntaborgin stendur fyrir ýmsum skemmtilegum uppákomum á netinu í tilefni dagsins og við mælum með að fylgjast með þeim á Facebook síðu þeirra. Þar má nefna upplestrarstiklur Svikaskálda sem birtast hver af annarri á næstu dögum, sem og eins konar rafrænan ljóða „flash-mob“ viðburð á Facebook og er fólk hvatt til að taka þátt með því að senda upptökur af upplestri út í Bókmenntaborgina. 

Einnig bendum við á samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og RÚV, Ljóð fyrir þjóð, þar sem hægt er að biðja um einkaupplestur á ljóði og er lestrinum streymt á heimasíðu leikhússins og á heimasíðu RÚV. 

Við tókum saman nokkrar vel valdar ljóðabækur í tilefni dagsins.

 

Category
UpdatedTuesday July 9th 2024, 10:43
Materials