Skólaheimsóknir
Bókasöfn eru mikilvægur griðastaður í erli dagsins. Þangað er alltaf gott að koma – og það kostar ekkert! Á safninu geta krakkar sótt sér innblástur og tekið þátt í skapandi og lestrarhvetjandi verkefnum. Við bjóðum upp á fjölbreyttar safnkynningar fyrir börn og unglinga sem hafa það að markmiði að kynna fyrir þeim safnkostinn og aðstöðuna og að þau geti nýtt sér söfnin á sínum eigin forsendum.
Mikilvægt er að umsjónarmenn hópa hafi samband og bóki hóp sem er fleiri en átta börn áður en komið er í heimsókn svo hægt sé að forðast árekstra og að börnin fái notið sín á safninu.
Kynnið ykkur framboðið í rauða boxinu og bókið heimsókn.
Fáið frekari upplýsingar og bókið fræðslu með því að senda tölvupóst á fraedsla@borgarbokasafn.is eða hringja á söfnin.
Verkefnastjóri barna- og unglingastarfs er Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is.