eurodesk á islandi

Information about the event

Time
16:00 - 18:00
Price
Free
Language
Enska og Íslenska
Talks & discussions

Styrkjamöguleikar | kynning frá Eurodesk

Tuesday September 10th 2024

Ókeypis kynning frá Eurodesk á Íslandi um tækifæri fyrir ungt fólk í Erasmus+ áætluninni

Erasmus veitir ekki bara styrki til skiptináms í háskólum eða til starfsnáms tengt námi, því þar eru fjölmörg önnur tækifæri! Komið og lærið meira, þú gætir nýtt þér tækifærið til að fara út í heim. Ungt fólk á aldrinum 13-30 ára getur fengið Erasmus+ styrk til að fara til Evrópu að hitta annað ungt fólk – alveg ótengt námi. Þá er líka hægt að sækja um styrki til að gera viðburði eða verkefni hér innanlands sem hvetja til lýðræðislegrar þátttöku ungs fólks. Erasmus+ er svo með ferðahappdrætti fyrir 18 ára unglinga og systuráætlun Erasmus+ býður svo upp á sjálfboðaliðastörf fyrir 18-30 ára til Evrópu þar sem innifalinn er ferðakostnaður, fæði og húsnæði.

Eurodesk á Íslandi eru samtök sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni og starfa sem opinber styrktaraðili við Erasmus+ áætlunina. Eurodesk á Íslandi er hýst hjá Rannsóknamiðstöð Íslands. Í september og október heldur Eurodesk upp á Time to Move herferðina, þar sem ungt fólk er hvatt til að nýta sér Erasmus+ tækifæri. Kynningin er liður í því.

Okkur finnst mikilvægt að ungt fólk sé upplýst tímanlega um þau tækifæri sem standa þeim til boða en þessi tækifæri geta skipt sköpun í námsferli þeirra og framtíð. Kynningin er gagnleg fyrir ungt fólk í námi en líka fyrir þau sem hafa áhuga á sjálfboðaliðastörfum eða að fá styrki til að hafa jákvæð áhrif hér heima.

Viðburðurinn á Facebook

Nánari upplýsingar veitir:
Miriam Petra Ómarsdóttir, sérfræðingur
miriam.p.o.awad@rannis.is