Hvað ætlar þú að lesa í tilefni Reykjavík Pride?

Borgarbókasafnið fagnar hinsegin dögum af miklum ákafa í ár. Ástæðan er sú að bókabíllinn Höfðingi er virkur þátttakandi í hátíðinni og mun standa á Tjarnargötunni við ráðhúsið, troðfullur af alls konar hinsegin bókum frá mánudeginum 12. ágúst fram að föstudeginum 16. ágúst. Gestir eru velkomnir í heimsókn að skoða og lesa og notendur geta tekið bækur með sér heim eigi þeir bókasafnskort. Á laugardeginum tekur bókabíllinn svo þátt í gleðigöngunni og mun rúlla niður Skólavörðustíginn í partístuði með öllum hinum hinsegin vögnunum. 

Í tilefni af hátíðinni höfum við sett saman hinsegin leslista. Við eigum ógrynnin öll af hinsegin bókum (sem um þessar mundir má finna í bókabílnum við ráðhúsið eins og fyrr sagði). Einnig er hægt að nota leitarvélina á vefsíðunni okkar til að finna alls kyns hinsegin bækur með því að fletta upp leitarorðinu hinsegin

Þess að auki verður dagskráin okkar á Facebook og Instagram einstaklega hinsegin þessa dagana og hvetjum við ykkur til að fylgja okkur þar!

Vefsíða Reykjavík Pride.

Category
UpdatedWednesday June 10th 2020, 12:57
Materials