Saman úti í mýri

Mýrin, alþjóðleg barna- og unglingabókmenntahátíð í Reykjavík verður haldin 14.-16. október 2021 í Norræna húsinu.

Áherslan á hátíðinni í ár verður á umhverfis- og loftslagsmál og að sameina fólk úr ólíkum menningarheimum. Spurt er meðal annars hvort bækur geti byggt brýr milli ólíkra menningarheima?

Þá verða Múmínálfarnir einnig á ferli og fjallað um varðveislu á arfleifð Tove Janson.

Fjöldi rithöfunda verða gestir hátíðarinnar frá Eistlandi, Finnlandi, Hollandi, Íslandi, Lettlandi, Litháen, Noregi og Suður-Afríku.

Sjá nánar um gesti hátíðarinnar

 

Dagskráin skiptist í þrjá hluta: málstofur, vinnustofur fyrir skólahópa og sögustundir og smiðjur/vinnustofur fyrir fjölskyldur.

Fimmtudaginn 14. október | MÁLÞING sem er að mestu tileinkað loftslagsmálum og tengslum náttúru og  manns í barnabókmenntum.  Hvernig geta barnabækur stuðlað að sterkari samkennd og skilningi milli manna og lífríkis?

Föstudagurinn 15. október | VINNUSTOFUR FYRIR SKÓLAHÓPA. Fjölbreyttar vinnustofur, Múmínsnáðinn og Mía litla , fjallað um hvernig sögur verða til, frá hugmyndum eða teikningum og að bók og margt fleira spennandi.

Laugardagurinn 16. október | SÖGUSTUNDIR OG SMIÐJUR FYRIR FJÖLSKYLDUR. Það verða meðal annars sögustundir á litháísku, lettnesku, eistneisku, finnsku, sænsku, íslensku. Furður úr sólkerfinu og Múmínsnáðinn og Mía litla mæta í heimsókn syngjandi og dansandi.

Hátíðinni lýkur með  málstofu um fólksflutninga, flóttafólk og innflyjendur þar sem rætt verður við höfunda barnabóka sem hafa tekist á við þessi brýnu málefni og velt vöngum hvort skáldskapur geti aukið skilning á hlustskipti annarra.

 

Frítt er inn á alla viðburði. Sjá nánari dagskrá á heimasíðu Mýrarinnar og einnig á Facebook-síðu hátíðarinnar.

 

Category
UpdatedWednesday October 13th 2021, 13:14