
Information about the event
Sýndarveruleiki og umhverfisáhrif | Vinnustofa fyrir 13-16 ára
Langar þig að prófa sýndarveruleika með öðrum ungmennum og eiga í samtali um þróun og áhrif sýndarveruleika á ýmsa þætti daglegs lífs?
Gagarín og Borgarbókasafnið leita að hressum ungmennum til að taka þátt í vinnustofu um sýndarveruleika og umhverfisáhrif. Vinnustofan er ókeypis en skráning er nauðsynleg þar sem plássin eru takmörkuð. Vinnustofan fer fram 23. júlí kl 12:00-15:30 í OKinu í Gerðubergi. Vinsamlegast skráið ykkur hér
Vinnustofan er hluti af verkefni styrktu af Nýsköpunarsjóði námsmanna sem unnið er af þremur háskólanemum í tölvunarfræði við HR í samstarfi við Gagarín. Verkefnið snýst um að þróa fræðslu í sýndarveruleika um súrnun sjávar fyrir framhaldsskólanema. Sýndarveruleiki býður fólki að upplifa og eiga við hluti í umhverfinu en rannsóknir hafa sýnt að fólk nær mun betri skilningi á viðfangsefnum með því að eiga við hluti tengda þeim. Fyrsta frumgerðin af fræðslunni er nú tilbúin þar sem notendur fá að upplifa hvernig súrnun á sér stað og hvaða áhrif hún hefur á lífríki sjávar.
Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Baldvinsdóttir
gudrun.baldvinsdottir@reykjavik.is | S: 661-6178