Saumavélar til útláns

Í anda Græna bókasafnsins lánar Borgarbókasafnið í Sólheimum nú út 2 saumavélar. Önnur vélanna er af gerðinni Toyota og hin Singer. Báðar eru tiltölulega einfaldar í notkun og ættu að henta bæði byrjendum og lengra komnum.

Leiðarvísar fylgja báðum vélunum. Þær eru lánaðar út í 30 daga og því ekkert til fyrirstöðu að stytta buxurnar sem hafa beðið inn í skáp í lengri tíma.

Þú getur tekið saumavél frá hér á leitir.is, mundu bara að skrá þig inn fyrst.

Við bendum á að á Borgarbókasafninu Árbæ er alltaf hægt að nota saumavélarnar í Saumahorninu, þar er góð aðstaða til saumaskaps fyrir byrjendur og lengra komna.

Saumavélar