
Um þennan viðburð
Borgar tekur upp plötu | Hljóðver (kl. 20-21)
Í Borgarbókasafninu í Úlfarsárdal er fullbúið hljóðver þar sem öllum stendur til boða að taka upp og vinna hljóðupptökur. Það eina sem þarf er bókasafnskort, sköpunargáfan - og að bóka sér tíma (sjá hér).
Síðastliðin fjögur ár hefur fjöldinn allur af hæfileikaríku tónlistarfólki nýtt hljóðverið okkar og nú gefst áhugasömum gestum tækifæri til að fylgjast með lifandi upptöku. Tónlistarmaðurinn Borgar ætlar að taka upp sína fyrstu plötu og kemur til með að taka upp söng og saxófón á staðnum
Borgar er skapandi tónlistarmaður sem nýtur þess að prófa sig áfram með ólíkar hugmyndir, hljóðfæri og stefnu. Þó hann hafi lítið látið fyrir sér fara á höfuðborgarsvæðinu hefur hann spilað víða um landsbyggðina síðastliðin tvö ár.
Hægt verður að fylgjast með Borgari tvisvar þennan mánudag:
- kl. 16:00-17:00
- kl. 20:00-21:00
Frábært tækifæri til að kynnast hljóðverinu okkar og sjá hvernig plata verður til.
Öll velkomin!
Viðburður á Facebook (kl. 16-17)
Viðburður á Facebook (kl. 20-21)
Nánari upplýsingar:
ulfarsa@borgarbokasafn.is