
Skissum upp hverfið okkar
Um þennan viðburð
Tími
13:00
Verð
Frítt
Bókasafn
Hópur
Ungmenni
Liðnir viðburðir
Sumarsmiðja | Skissum upp hverfið okkar fyrir 13-16 ára
Mánudagur 18. júlí 2022 - Föstudagur 22. júlí 2022
Skráning er hafin á sumar.vala.is.
Finnið bókasafnið með því að velja „starfsstað“.
Langar þig að teikna undir berum himni? Í þessari smiðju mun myndlistamaðurinn Lukas Bury leiða þáttakendur í gegnum skemmtilegar og fjölbreyttar teikni- og vatnslitaæfingar, með það markmið að skoða borgarlandslag hverfisins í nýju ljósi og efla teiknifærni. Farið verður í undirstöðuatriði teikningar og tilraunir gerðar með mismunandi áhöld.
Smiðjan er kennd á íslensku, ensku og pólsku.
Lukas Gregor Bury er myndlistarmaður og er með MA-gráðu frá Listaháskóla Íslands. Hann er sérfræðingur ungmennastarfsins og OKsins í Borgarbókasafninu.
Sjá viðburð á Facebook hér.
Nánari upplýsingar veitir:
Lukas Gregor Bury, sérfræðingur
lukas.gregor.bury@reykjavik.is | 411 6187