Geimfari á framandi plánetu með stórt X í bakgrunni
Leikhúskaffi | X

Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 18:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla
Kaffistundir
Spjall og umræður

Leikhúskaffi | X

Miðvikudagur 6. mars 2024

Þann 16. mars verður leikritið X frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins. Það er dulmagnað og hrollvekjandi spennuleikrit eftir eitt athyglisverðasta leikskáld Bretlands síðustu ára Alistair McDowall.

Leikhúskaffið er skemmtilegur viðburður fyrir öll sem hafa áhuga á leikhúsi og hefst á Borgarbókasafninu Kringlunni  þar sem Una Þorleifsdóttir leikstjóri segir gestum stuttlega frá sýningunni. Í kjölfarið verður farið samferða yfir á Nýja svið Borgarleikhússins þar sem leikmyndin verður skoðuð og boðið upp á umræður og spurningar fyrir áhugasama. Gestum leikhúskaffis býðst svo 10% afsláttur af miðaverði á sýninguna.

 

Er einhver þarna úti?

Við endimörk sólkerfisins bíða fimm geimfarar eftir afleysingu. Enginn kemur. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir berast engin svör frá jörðu. Tíminn líður. Klukkan tifar á jarðartíma, þó sólarhringurinn á Plútó sé 153 tímar. Hvenær missir fólk tengsl við tímann þegar ekkert viðmið er lengur til að mæla daga, vikur, mánuði, ár? Tíminn verður afstæður og raunveruleikinn molnar í sundur þegar fimm einstaklingar eru lokaðir í rými sem engin leið er að komast út úr.

Una Þorleifsdóttir leikstýrir þessum spennandi vísindatrylli. Með helstu hlutverk fara Bergur Þór Ingólfsson, Björn Stefánsson, Sólveig Arnarsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Þórunn Arna Kristjánsdóttir.

Öll eru hjartanlega velkomin!

Hjólastólaaðgengi er á viðburðinn.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Emelía Antonsdóttir Crivello, Skóla- og verkefnastjóri
emelia@borgarleikhus.is | 770 5550

Guttormur Þorsteinsson, deildarbókavörður
guttormur.thorsteinsson@reykjavik.is | 411 6204