Hver er að telja?

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
íslenska
Fræðsla

Hver er að telja? | Raunverulegur íbúafjöldi á Íslandi

Miðvikudagur 12. mars 2025

Hver er að telja raunverulegan íbúafjölda á Íslandi? 

Áður fyrr var íbúafjöldi talinn með því að banka upp á öll heimili í landinu og spyrja hverjir byggju á hverju heimili. Í dag eru íbúar ekki lengur taldir með heimsóknum heldur með upplýsingum úr opinberum skrám. 

Samkvæmt Hagstofunni er íbúafjöldi Íslands um 389 þúsund en samkvæmt vefsíðu Þjóðskrár eru íbúar landsins orðnir fleiri en 400 þúsund. Af hverju þessi munur?

Hagstofan kynnir hvernig virkni í opinberum gögnum um vinnu, nám og búsetu eru notuð til að meta raunverulegan íbúafjölda, og hvaða hópar það eru sem helst eru ranglega skráðir sem íbúar landsins.   

Viðburður á Facebook

Öll velkomin og þátttaka ókeypis.
 

Nánari upplýsingar veitir:
Kristín Ósk Ingvarsdóttir 
kristin.o.ingvarsdottir@hagstofa.is