Ferðakaffi | Strandaglópur í Karíbahafinu
Ferðakaffi | Strandaglópur í Karíbahafinu

Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 18:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla
Kaffistundir

Ferðakaffi | Strandaglópur í Karíbahafinu

Fimmtudagur 27. apríl 2023

Hvernig var að ferðast um heiminn í upphafi kóvid-faraldursins og verða innlyksa á eyju í Karíbahafinu. Esther Þorvaldsdóttir segir okkur ferðasöguna í Kringlunni.

Esther hefur unnið að viðburðum og kynningarmálum í tónlistargeiranum og víðar. Hún lagði af stað í heimsreisu í lok árs 2019 og var enn á ferð þegar kóvid skall á vorið eftir. Í kjölfarið var SXSW tónlistarhátíðinni sem hún vann að í Texas aflýst og hundapössun á Karíbahafseyjunni Nevis átti eftir að vara lengur en hana hefði nokkurn tíman grunað.

Öll velkomin.

Viðburður á Facebook:

 

Nánari upplýsingar veita:
Guttormur Þorsteinsson, bókavörður
guttormur.thorsteinsson@reykjavik.is | s. 411 6204