Kaffibolli, stílabók og penni

Um þennan viðburð

Tími
18:00 - 20:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Aldur
16 ára og eldri
Fræðsla

"Bullet Journal" námskeið

Fimmtudagur 16. mars 2023

Stutt námskeið um „Bullet Journal“-aðferðina.

Svokallaðar „Bullet Journals“ eða punkta-dagbækur njóta aukinna vinsælda en aðferðin sem notuð er í slíkum bókum getur verið árangursrík leið til þess að auka yfirsýn og skipulag. Blaðsíðurnar í bókunum eru auðar og eingöngu með rúðulaga punktamynstri. Eigandi bókarinnar hannar sína samsetningu eftir eigin þörfum og óskum.

Farið verður yfir grunnatriðin sem mikilvægt er að þekkja til að byrja. Einnig verða tekin dæmi um hvernig hægt er að bæta við flokkum og köflum sem og hvernig hægt er að skapa skipulagsbók sérsniðna að þörfum hvers og eins.

Þátttakendur fá síðan tækifæri til að prófa. Hægt er að koma með eigin bækur eða fá stök blöð á staðnum. Pennar og ýmis gögn verða einnig á staðnum.

Kennsla er í höndum Hrannar Baldursdóttur, náms- og starfsráðgjafa.

Hrönn Baldursdóttir

Skráning er nauðsynleg en hún fer fram hér að neðan.

Öll velkomin!
 

Viðburður á Facebook.

 

Nánari upplýsingar veitir:
Stella Sif Jónsdóttir, sérfræðingur | viðburðir og fræðsludagskrá
stella.sif.jonsdottir@reykjavik.is