Fullt af stafaarmböndum í kringum úlnlið á hendi

Um þennan viðburð

Tími
15:30 - 17:30
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
Íslenska, English
Föndur

Tilbúningur | Swiftie armbönd (Stafa armbönd)

Fimmtudagur 6. mars 2025

Langar þig að eiga notalega stund þar sem sköpunarkrafturinn fær að njóta sín í góðum félagsskap?

Þennan fyrsta fimmtudag í mars ætlum við að búa til Swiftie armbönd í tilefni þess að Harpa heldur tónleika til heiðurs Taylor Swift þann 29. mars n.k., sjá hér fyrir áhugasama.

Taylor Swift er ein áhrifamesta tónlistarkona samtímans en fyrir tónleikaröð sína, Eras, seldust tónleikamiðar fyrir meira en 2 milljarðar dollara, tvöfalt meira en fyrir nokkra aðra tónleikaröð í sögunni.

Við hvetjum öll til þess að mæta í pallíettum og glimmeri í anda Taylor Swift.

Þau sem vilja undirbúa sig extra vel geta æft sig að gera hnút á armbandið með því að horfa á þetta myndband.

Tilbúningur er viðburðaröð sem fer fram fyrsta fimmtudag hvers mánaðar í Borgarbókasafninu Úlfarsárdal frá kl. 15:30-17:30.

Eigum saman notalega stund, búum eitthvað til úr einhverju og endurnýtum alls konar. Leiðbeinendur koma með hugmyndir, efni og áhöld og aðstoða við tilbúninginn..

Viðburðirnir henta skapandi fólk á öllum aldri. Börn yngri en 8 ára komi í fylgd með forráðamanni.

Kostar ekkert og engin skráning.

 

Viðburður á Facebook.

 

Nánari upplýsingar veitir:
Stella Sif Jónsdóttir | Viðburðir
stella.sif.jonsdottir@reykjavik.is