Um þennan viðburð
Tilbúningur | Nálapúðar
Búðu til nálapúða úr hverju sem er!
Taktu með þér hvaða hlut sem er og við breytum honum í nálapúða saman! Saumarðu á ferðinni? Þá er tómur varalitur til að mynda tilvalinn. Vantar þig góða gjöf? Skelltu nálapúða á krukkulok og fylltu hana af saumadóti!
Einhver áhöld og efniviður verða á staðnum, en taktu endilega með þér hlut til að umbreyta.
Viðburðurinn er viðeigandi fyrir fólk á öllum aldri, og við hvetjum fullorðið fólk sérstaklega til að leyfa sér að taka þátt og vera skapandi, óháð „listrænum hæfileikum“. Áhöld og efniviður verða á staðnum, en þér er velkomið að taka pennaveskið með! Aðgangur er ókeypis og skráning er ekki nauðsynleg.
Tilbúningur fer fram á Borgarbókasafninu í Spönginni á fyrsta miðvikudegi hvers mánaðar, og á Borgarbókasafninu í Árbæ annan fimmtudag hvers mánaðar.
Nánari upplýsingar veitir:
Védís Huldudóttir | Sérfræðingur
vedis.huldudottir@reykjavik.is | ✆ 411-6237