A variety of objects transformed into pin cushions.

Um þennan viðburð

Tími
15:30 - 17:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
íslenska, english
Föndur

Tilbúningur | Nálapúðar

Miðvikudagur 4. mars 2026

Búðu til nálapúða úr hverju sem er!

Taktu með þér hvaða hlut sem er og við breytum honum í nálapúða saman! Saumarðu á ferðinni? Þá er tómur varalitur til að mynda tilvalinn. Vantar þig góða gjöf? Skelltu nálapúða á krukkulok og fylltu hana af saumadóti!

Einhver áhöld og efniviður verða á staðnum, en taktu endilega með þér hlut til að umbreyta.

Viðburðurinn er viðeigandi fyrir fólk á öllum aldri, og við hvetjum fullorðið fólk sérstaklega til að leyfa sér að taka þátt og vera skapandi, óháð „listrænum hæfileikum“. Aðgangur er ókeypis og skráning er ekki nauðsynleg.

Tilbúningur fer fram á Borgarbókasafninu í Spönginni á fyrsta miðvikudegi hvers mánaðar, og á Borgarbókasafninu í Árbæ annan þriðjudag hvers mánaðar.

Viðburðurinn á facebook.

Nánari upplýsingar veitir:
Védís Huldudóttir | Sérfræðingur
vedis.huldudottir@reykjavik.is | 411-6244 ✆