
Um þennan viðburð
Tilbúningur | Páskaföndur | Endurvinnsla á gömlum bókum
Páskarnir nálgast óðum og því er tilvalið að útbúa páskaskraut.
Öll bókasöfn þurfa að afskrifa bækur sem þýðir að bækurnar þurfa að fá nýtt hlutverk. Yfirleitt fara þessar bækur í endurvinnsluna en okkur langar að nýta efniviðinn í eitthvað fallegt og skemmtilegt.
Við ætlum að nota pappírinn í að útbúa fallegar páskakanínur og páskaegg sem hægt er að hengja upp og dást að. Einnig verðum við með garn til að útbúa litla dúska á kanínurnar.
Í þetta sinn er skráning í Tilbúninginn nauðsynleg og fer fram hér að neðan.
Viðburðurinn er fyrir fólk á öllum aldri en börn yngri en 12 ára þurfa að vera í fylgd fullorðinna sem geta aðstoðað þau.
Tilbúningur er viðburðaröð sem fer fram fyrsta fimmtudag hvers mánaðar í Borgarbókasafninu Úlfarsárdal frá kl. 15:30-17:30.
Eigum saman notalega stund, búum eitthvað til úr einhverju og endurnýtum alls konar. Leiðbeinendur koma með hugmyndir, efni og áhöld og aðstoða við tilbúninginn..
Nánari upplýsingar veitir:
Stella Sif Jónsdóttir | Viðburðir