Um þennan viðburð

Tími
15:30 - 17:30
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
íslenska
Föndur

Tilbúningur | Kertamálun

Fimmtudagur 14. nóvember 2024

Í skammdeginu er svo gott að kveikja á fallegum kertum og njóta kósíheitanna og hlýju birtunnar sem þau gefa frá sér. Því er upplagt að koma í Tilbúning á bókasafninu og eiga notalega stund saman og mála kerti. Við málum á lítil kubbakerti og „málningin“ verður heita vaxið úr brennandi sprittkertum, en við verðum með tvo liti í aðventuþema - rauðan og grænan. 

Viðburðurinn er fyrir fólk á öllum aldri en börn yngri en 12 ára þurfa að vera í fylgd fullorðinna sem geta aðstoðað þau. Hér þarf sérstaklega að hafa í huga að unnið er með heitt vax og við verðum með kveikt á kertum svo þessi viðburður er kannski ekki heppilegur fyrir yngri börn. Við hvetjum sérstaklega fullorðið fólk til að leyfa sér að taka þátt og vera skapandi, óháð „listrænum hæfileikum“. 

Áhöld og efniviður verður á staðnum, þó takmarkað magn af kertum – fyrstur kemur, fyrstur fær!
Aðgangur er ókeypis. 

Tilbúningur fer að jafnaði fram á Borgarbókasafninu Árbæ annan fimmtudag hvers mánaðar og Borgarbókasafninu Spönginni á fyrsta miðvikudegi hvers mánaðar.


Viðburðurinn á Facebook

Nánari upplýsingar veitir:
Agnes Jónsdóttir | Bókavörður
agnes.jonsdottir@reykjavik.is | 411-6250