Liðnir viðburðir
Sumarsmiðja | Borðspilahönnun fyrir 9-12 ára
Mánudagur 13. júní 2022 - Fimmtudagur 16. júní 2022
Skráning er hafin á sumar.vala.is.
Finnið bókasafnið með því að velja „starfsstað“.
Borðspil verða vinsælli með hverju árinu og eru frábær afþreying með vinum og fjölskyldu. Allir geta hannað spil með rétta hugarfarinu, þar með talið þú!
Í þessari smiðju munum við gera æfingar sem byggja upp grunnþekkingu í leikjahönnun, spila spil okkur til innblásturs og hanna okkar eigin borðspil.
Leiðbeinandi smiðjunnar, Steingerður Lóa Gunnarsdóttir, er menntaður leikjahönnuður og með einstaka þekkingu á borðspilum vegna vinnu sinnar til margra ára í Spilavinum.
Nánari upplýsingar veitir:
Herdís Anna Friðfinnsdóttir, sérfræðingur
herdis.anna.fridfinnsdottir@reykjavik.is | 411 6230