Um þennan viðburð

Tími
12:00 - 13:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Aldur
1+
Tungumál
Íslenska
Börn

Skrímslafjör með Birte og Immu

Laugardagur 8. nóvember 2025

Birte Harksen og Ingibjörg Ásdís Sveinsdóttir leiða börnin í gegnum skemmtilega sögu- og söngstund þar sem leikur og gleði ráða ríkjum. Að þessu sinni er þemað skrímsli og öllum er ráðlagt að taka hugrekkið með. Það verður sannkallað skrímslafjör!

Birte- og Immustundir eru þættir handa leikskólabörnum sem finna má á YouTube og sem glatt hafa börn um allt land um árabil, en hér er tækifæri til að hitta þær stöllur og taka þátt í leikgleðinni með þeim.

Öll velkomin!

Viðburður á Facebook

Nánari upplýsingar veitir:
Vala Björg Valsdóttir, sérfræðingur
vala.bjorg.valsdottir@reykjavik.is | 411 6270