Bragi Árnason syngur og spjallar við börnin um jólin
Bragi Árnason syngur og spjallar við börnin um jólin og spyr er til jólahundur?

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Aldur
6-12 ára
Tungumál
Íslenska
Börn

Jóla hvað? Jólaglens og söngur með Braga

Þriðjudagur 23. desember 2025

Bragi Árnason syngur jólalög og segir jólasögur og fær börn og fullorðna til að rýna með sér í texta vinsælustu jólalaganna og túlka þá með sér.

Hver var þessi Jón á völlunum og af hverju vildu jólasveinarnir fara með Andrés til tröllanna? Var Grýla alltaf að sópa og hvers vegna var þessi kanna á stólnum? Og hvar var Leppalúði? Var hann bara að leggja sig og tók engan þátt í uppeldinu? Er til jólahundur eða jólahamstur?

Þessum og mörgum öðrum spurningum verður reynt að svara á jólagleðinni.

Bragi Árnason er tónlistarmaður og leikari sem hefur samið og sett á svið tvo söngleiki, leikið í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, samið sönglög og margt fleira. Bragi er alltaf með mörg járn í eldinum s.b. gerð á nýrri teiknimyndaseríu að nafni Ormhildarsaga og grínþáttunum Vesen hjá Sjónvarpi Símans.

Nánari upplýsingar 
Hólmfríður Ólafsdóttir
holmfridur.olafsdottir@reykjavik.is