Um þennan viðburð

Tími
12:00 - 16:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Aldur
7-14
Börn
Skapandi tækni

FULLT! Minecraft í Úlfarsárdal

Laugardagur 7. október 2023

Ertu Minecraft snillingur eða ertu rétt að byrja? Sérfræðingar frá Skema í HR kenna okkur öll bestu trixin í gerð Minecraft heima og leiða okkur inn í spennandi sköpun í tölvunni.
Boðið verður upp á tvö námskeið:

Kl. 12:00-14:00 - Hönnun & landafræði: Fyrir 7-10 ára: Á námskeiðinu fá  þátttakendur tækifæri til að skapa og hanna heilu landsvæðin í Minecraft. Nemendur fá aðgengi að Íslandskorti og kortum af mismunandi svæðum til að skipuleggja, hanna og skapa. Á námskeiðinu er lögð mikil áhersla á samvinnu. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa einhverja reynslu af Minecraft spilun og langar að kafa dýpra í hönnunarhluta leiksins.

Kl. 14:10-16:10 – Mod-forritun:  Fyrir 10-14 ára: Á námskeiðinu fá þátttakendur tækifæri til að kynnast hvernig hægt er að forrita sín eigin Mod  í Minecraft.

Nemendur læra að nota forritið MCreator til þess að forrita Mod á spennandi og skemmtilegan máta. Nemendur skapa verkefni/mod sem hægt er að deila með félögum. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa reynslu af Minecraft spilun og langar að kynnast forritun fyrir Minecraft leikinn.


Því miður er fullt á bæði námskeið. Hægt er að skrá á biðlista með því að senda póst á vala.bjorg.valsdottir@reykjavik.is

Skema sérhæfir sig í kennslu og rannsóknum með sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði að leiðarljósi. Skema stendur fyrir fjölbreyttum tækninámskeiðum og vinnur auk þess að því markmiði að kennsla í forritun verði í boði í grunn- og framhaldsskólum landsins. Undirstöðuatriði aðferðafræðinnar byggja á jákvæðni, myndrænni framsetningu og notkun á þrívíðum forritunarumhverfum til að stíga fyrstu skrefin inn í heim tækninnar.

Nánari upplýsingar veitir:
Vala Björg Valsdóttir, sérfræðingur í barna- og unglingadeild
vala.bjorg.valsdottir@reykjavik.is | 411 6270