Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 21:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Börn
Fræðsla
Spjall og umræður

Foreldrakaffi | Hinsegin fræðsla

Fimmtudagur 6. október 2022

Frjáls undan fordómum

Á Íslandi er fjöldi barna og unglinga hinsegin og það skiptir máli að þau upplifi öryggi og vellíðan og séu laus undan fordómum. En hvernig getum við tryggt þeim hinseginvænna umhverfi, bæði heima og í skólanum? Hver er staða hinsegin barna almennt á Íslandi? Og hvað þýða eiginlega pankynhneigð, stálp og öll þessi hinsegin hugtök?

Svandís Anna Sigurðardóttir, sérfræðingur í hinsegin- og kynjajafnréttismálum fræðir okkur um hinsegin málefni með áherslu á börn og fjallar um það hvernig forsjáraðilar geta stutt við hinseginleika barna.

„Það er svo mikilvægt að fræða foreldra og aðstandendur hinsegin ungmenna um hinsegin málefni,“ segir Svandís Anna um fræðsluna. „Oft virkar þetta eins og ákveðin valdefling,“ útskýrir hún. „Í kjölfarið þora þeir að taka af skarið og ræða um hinsegin mál og þannig styðja enn betur við börnin sín.“ 

Á viðburðinn eru öll velkomin, foreldrar, fjölskyldur, vinir hinsegin ungmenna og þau sem hafa áhuga á að kynna sér málið betur.

Viðburðurinn á Facebook.
 

Nánari upplýsingar veitir:
María Þórðardóttir, sérfræðingur á Borgarbókasafni
maria.thordardottir@reykjavik.is | s: 411 6160