Bragi Ólafsson (mynd frá árinu 1993)
Bragi Ólafsson

Um þennan viðburð

Tími
14:00 - 16:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir
Spjall og umræður

Ritþing | Stefnumót við Braga Ólafsson

Laugardagur 4. september 2021

„Á horni Bayswater Road og Lækjargötu“  

Stjórnandi: Guðrún Lára Pétursdóttir  
Spyrlar: Kristín Svava Tómasdóttir og Einar Falur Ingólfsson  

Flytjendur: Eggert Þorleifsson, Una Sveinbjarnardóttir og Maríanna Clara Lúthersdóttir

Ritþing hafa verið haldin í Gerðubergi frá árinu 1999 og eiga sér fastan sess í menningarlífi borgarinnar. Á ritþingi situr rithöfundur fyrir svörum stjórnanda og tveggja spyrla í léttu og persónulegu spjalli, leikin er lifandi tónlist sem tengist höfundi og lesið upp úr verkum hans. Á þennan hátt gefst lesendum og áheyrendum einstakt tækifæri til að öðlast persónulega innsýn í líf og feril rithöfundarins, kynnast persónunni á bakvið verkin, viðhorfum höfundar og áhrifavöldum.

Skráning hér fyrir neðan.

Á Bókmenntavefnum er að finna yfirlit yfir höfundaverk Braga ásamt greinum og ritdómum.
Sjá einnig vefsíðu höfundar.

Ritþing eru hljóðrituð og gefin út rafrænt á heimasíðu Borgarbókasafnsins. Þingin eru því ekki aðeins ánægjuleg upplifun þeirra sem hlusta á staðnum heldur einnig varanleg heimild. Í hlaðvarpi RÚV er einnig að finna upptökur frá ritþingum.

Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Borgarbókasafnið býður til móttöku að ritþingi loknu.

Viðburður á Facebook

Nánari upplýsingar veitir:
Halla Þórlaug Óskarsdóttir, verkefnastjóri bókmennta
halla.thorlaug.oskarsdottir@reykjavik.is

Merki

Bækur og annað efni