Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 18:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Tungumál
Íslenska
Bókmenntir

Leshringurinn Sólkringlan | HKL ástarsaga eftir Pétur Gunnarsson

Fimmtudagur 23. janúar 2025

Í janúar ræðum við HKL ástarsögu, þroskasögu Halldórs Kiljans Laxness sem rithöfundar eins og hún er sögð af Pétri Gunnarssyni. Titilinn vísar bæði í ástarlíf ungskáldsins og kannski líka til þeirra áhrifa sem Nóbelsskáldið hafði á Pétur sjálfan sem rithöfund.

Sjá umfjöllun RÚV um bókina hér og ritdóm um hana í Morgunblaðinu hér.

Leshringurinn Sólkringlan hittist venjulega þriðja fimmtudag í mánuði kl. 17.30-18.30 í Borgarbókasafninu Kringlunni, frá september til maí.


Dagskráin fyrir vorið 2025 er eftirfarandi:

  • 23. janúar: HKL ástarsaga eftir Pétur Gunnarsson.
  • 20. febrúar: Skegg Raspútíns eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur.
  • 20. mars: Ástríðan eftir Jeanette Winterson og Borgirnar ósýnilegu eftir Italo Calvino
  • 10. apríl: Sendiherrann eftir Braga Ólafsson.
  • 15. maí: Dyrnar eftir Mögdu Szabó.