Um þennan viðburð
Haustfrí | Hver er þín sögupersóna?
Staðsetning: Á 5. hæð
Myndhöfundurinn Iðunn Arna leiðbeinir krökkum á aldrinum 9-12 ára í hvernig hægt er að hanna skemmtilegar persónur fyrir sögur. Farið verður í gegnum ferlið; hvernig sögupersóna byrjar sem hugmynd og hvernig hún lifnar við á blaðinu. Þátttakendur læra að búa til karakterspjöld þar sem þeir kynnast persónunni betur frá fleiri hliðum og blása lífi í hana svo hún verði tilbúin í næsta ævintýri.
Iðunn Arna er teiknari og myndhöfundur sem hefur myndlýst barnabækurnar Brásól Brella, Ævintýri Munda lunda, Hvuttasveinar og bókaflokkinn Bekkurinn minn sem hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkur árið 2023.
Um er að ræða 3 skipti:
- fimmtudagurinn 26. október frá kl. 10:00 - 12:00
- föstudagurinn 27. október frá kl. 10:00 - 12:00
- mánudagurinn 30. október frá kl. 10:00 - 12:00
Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, sérfræðingur
gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is | 411 6100