Bókakaffi| Örlagaskipið Arctic
Sagan af Arctic er á pari við spennusögu

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 17:45
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir
Kaffistundir

Bókakaffi | Örlagaskipið Arctic

Mánudagur 14. nóvember 2022

Gísli Jökull Gíslason segir frá og les upp úr bók sinni. 

Saga íslenska skipsins Arctic er stórbrotin örlagasaga þar sem njósnir, misrétti og misþyrmingar koma við sögu. Auk þess að flytja fisk til annarra landa og ýmsan varning hingað heim þá lenti skipið og áhöfn þess í ýmsum hremmingum. Stærsta áfallið var þó þegar öll áhöfnin var tekin höndum af Bretum, sökuð um að stunda njósnir fyrir Þýskaland, flutt til Englands og stungið þar í fangelsi.

G. Jökull Gíslason rithöfundur hefur kynnt sér gaumgæfilega heimildir varðandi málið, bæði íslenskar og breskar, meðal annars þarlend leyniskjöl sem nýlega voru gerð opinber. Upp úr þeirri heimildaleit varð bókin Örlagaskipið Arctic til. Bókin er skrifuð í formi spennusögu en heldur sig þó alveg við raunverulega atburði. Sagan er reyfarakennd án þess að nokkuð sé við hana bætt og í fyrsta sinn í áttatíu ár liggur öll sagan fyrir.

Um höfundinn: 
Auk ritstarfanna er Gísli Jökull rannsóknarlögreglumaður sem efalítið hefur hjálpað honum að komast á sporið í flókinni heimildaleit. Hann hefur frá barnæsku haft mikinn áhuga á seinni heimstyrjöldinni og hefur áður skrifað bækurnar Föðurlandsstríðið og María Mitrofanova/ austurvígstöðvarnar í seinni heimsstyrjöldinni og Iceland in World War ll, a blessed war.

 

Viðburðurinn á facebook

 

Nánari upplýsingar:
Jónína Óskarsdóttir
jonina.oskarsdottir@reykjavik.is | s. 411 6250

 

Bækur og annað efni