Um þennan viðburð
Tími
12:00 - 13:00
Verð
Frítt
Bókasafn
Hópur
Fullorðnir
Tungumál
íslenska
Bókmenntir
Bókajól | Söguleg skrif í Spönginni
Laugardagur 30. nóvember 2024
Bókajól á öllum söfnunum!
Taktu frí frá áreiti og neyslu og njóttu aðventunnar í faðmi nýútkominna bóka! Borgarbókasafnið býður upp á aðventuupplestra á öllum söfnum sínum, með mismunandi þema. Þrír höfundar lesa upp á hverjum stað og boðið er upp á kakó eða súpu, eftir því hvort lesið er upp í hádeginu eða eftirmiðdaginn.
Í Spönginni er þemað Söguleg skrif
Dagskrá:
Guðjón Friðriksson - Börn í Reykjavík
Guðrún Jónína Magnúsdóttir - Rokið í stofunni
Valur Gunnarsson - Berlínarbjarmar
Viðburðurinn er ókeypis og öllum opinn!
Boðið verður upp á heita súpu og brauð.
Ekki láta þig vanta!
Nánari upplýsingar:
Halla Þórlaug Óskarsdóttir
verkefnastjóri bókmennta