Meg Matich

Lesandinn | Meg Matich

Meg Matich er sjálfstætt starfandi þýðandi og skáld sem flutti til Íslands 2016 og hefur lært íslensku sem annað mál í Háskóla Íslands. Meg er upprunalega frá Bandaríkjunum – ólst upp í Pennsylvaniu en segir oft að hún sé „fædd í Pennsylvaníu“ en „humanized in New York City“.

Ég mæli með tveimur bókum – sýnisbókum sem eru mikilvæg þýðingarverk á ensku og íslensku. Sú fyrsta er Að lesa ský: Ljóð frá Bandaríkjunum Norður-Ameríku (Dimma 2019) og hin er Poems from the Edge of Extinction: An Anthology of Poetry in Endangered Languages (ísl. Ljóð á ystu nöf: Ljóðasafn tungumála í útrýmingarhættu; Chambers/Hachette 2019). Báðar eru þýddar bækur. 

Að lesa ský er í þýðingu og ritstjórn Magnúsar Sigurðssonar. Þýðendur einsog Magnús eru örfáir. Skilningur okkar á eigin tungumálum vex með því að lesa bækur sem sýna annan hugsunarhátt; Magnús gefur ljóðunum nýtt líf á öðru máli, og veitir íslensku tungumáli ferskt súrefni. 

Sem þýðandi og ritstjóri er Magnús sérfræðingur í fíngerðum hlutum, og hann velur ljóð sem passa vel við tilfinninganæmi ljóðskálds. Skáld sem Magnús valdi eru á borð við Lydiu Davis – Charles Wright, Naomi Shahib Nye, Mark Strand, Cid Corman, sem mér þykir mjög vænt um, og Lucille Clifton. Sum skáld eru velþekkt og sum eru glænýr innflutningur til Íslands. 

Að veita
hlýju er
á færi hverrar
manneskju

(Lorine Niedecker í þýðingu Magnúsar) 

Að lesa ský veitir ótvírætt hlýju. 

Í Poems From the Edge of Extinction höfum við sjaldgæft tækifæri til að upplifa tungumál sem eru í hættu, t.d., tamajaq, færeysku, maori, samísku, hobyot og fleiri sem ég hafði aldrei heyrt um fyrr en ég las bókina. Ég er mjög stolt af vinkonu minni –  Randi Ward snillingi – sem þýddi úr færeysku og David Shook sem þýddi úr bube og zoque. Bókin er fjöltyngd – óumrituð frummálin eru á blaðsíðu vinstramegin og þýðing á ensku eru á blaðsíðu hægramegin. 

Aðalmarkmið bókmenntaþýðingar er að skapa samúð milli menningarheima og ríkja. Að þessu leyti talar bókin fyrir sjálfa sig í áletrunni: 

“This book is dedicated to all poets who speak and write in their mother tongue.”

„Þessi bók er helguð öllum skáldum sem tala og skrifa á móðirmáli sínu.“

 

UppfærtMánudagur, 4. mars, 2024 16:18
Materials