Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti | Bókalisti

Dagurinn 21. mars hefur verið útnefndur sem alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna valdi þessa dagsetningu til að minnast 69 mótmælenda sem myrtir voru 21. mars árið 1960 er þeir tóku þátt í mótmælum gegn aðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Suður-Afríku.

Dagana í kringum 21. mars hafa þúsundir manna komið saman eða staðið að ýmsum viðburðum til að kveða niður kynþáttafordóma og misrétti í álfunni. Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti hverfist um alþjóðadag gegn kynþáttamisrétti og miðar að því að vinna gegn þröngsýni, fordóma og þjóðernishyggju í Evrópu. Markmiðið er að byggja Evrópusamfélag víðsýni og samkenndar þar sem allir eru jafnir, óháð útliti og uppruna. Hægt er að lesa meira um vikuna á heimasíðu Mannréttindaskrifstofu Íslands og á Facebook síðu Evrópuvikunnar.

Hér neðar á síðunni höfum við tekið saman nokkrar bækur sem tengjast baráttunni gegn kynþáttamisrétti, þjóðernishyggju og fordómum og veita okkur innsýn í ólíka menningarheima. 

Hægt er að taka bækurnar frá og sækja þær það safn sem hentar ykkur best.

UppfærtÞriðjudagur, 18. apríl, 2023 11:55
Materials