Hildur Guðnadóttir hlaut nýverið Golden Globe verðlaunin
Hildur Guðnadóttir hlaut nýverið Golden Globe verðlaunin

Hildur hlýtur Golden Globe verðlaunin

Það hefur varla farið fram hjá neinum að tónskáldið Hildur Guðnadóttir vann nýverið til hinna virtu bandarísku Golden Globe verðlauna fyrir tónlist sína við kvikmyndina The Joker eða Jókerinn. Er hún fyrsta konan í 77 ára sögu verðlaunna til að hljóta þessa viðurkenningu fyrir verk sem hún er ein skráð fyrir. Nú hefur Hildur svo bætt enn einni fjöður í hattinn með tilnefningu til BAFTA verðlaunanna, verðlauna bresku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, fyrir þá sömu tónlist. Þótt hún sé ung að árum á Hildur þó að baki langan og fjölbreyttan tónlistarferil og á Borgarbókasafninu má finna ágætis sýnishorn af verkum hennar.

Flokkur
UppfærtMiðvikudagur, 10. júní, 2020 12:57
Materials