Vinningstillaga um umbreytingu Grófarhúss

Hönnunarsamkeppni Reykjavíkurborgar um endurhönnun og stækkun á Grófarhúsi, í samstarfi við Arkitektafélag Íslands, er nú lokið. Fimm teymi voru valin til að taka þátt í forvali og sendu inn tillögur að umbreytingu hússins, en nú eru úrslitin ljós.

Vinningstillagan er hönnuð af hollensku arkitektastofunni JVST í samstarfi við Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva teiknistofu, VSÓ Ráðgjöf og Örugg verkfræðistofu. Í greinargerð dómnefndar segir meðal annars að tillagan sé leikandi og skemmtileg og svari vel væntingum um fjölbreyttan ævintýra- og fróðleiksheim fyrir fólk á öllum aldri. Einnig er talað um að tillagan hafi burði til að verða framsækin, leiðandi og vakandi fyrir síbreytilegum þörfum samfélagsins.

Skoða má tillögurnar fimm á vef Hönnunarmiðstöðvar

Yfirlitssýning á tillögunum var aðgengileg almenningi á Bókatorginu frá 30. nóvember til 30. desember 2022.