Viðmið vegna Covid-19

15. apríl - 13. maí 2021 

Fjöldatakmarkanir miðast nú við helming leyfilegs gestafjölda og þurfa gestir að skrá sig við komuna. Enn er grímuskylda og við virðum tveggja metra fjarlægðartakmörkin. Enn er grímuskylda og við virðum tveggja metra fjarlægðartakmörkin. Börn fædd 2015 eða síðar eru undanþegin ákvæðum um fjöldatakmörk og nálægðarmörk. Grímuskylda á ekki við um börn fædd 2005 eða síðar. Sjá nánar á covid.is.

Opnunartímar safnanna - Sjá hér.

Sóttvarnir

Bækur og önnur safngögn eru ávallt hreinsuð vel og vandlega þegar þeim er skilað og höldum við því að sjálfsögðu áfram. Snertifletir eru einnig hreinsaðir reglulega með sótthreinsiefni, svo sem almenningstölvur, borð, handrið, posar, snertiskjáir og hurðarhúnar, auk þess sem leikföng og annað sem börn handfjatla eru hreinsuð sérstaklega.

Snertilausar bækur hafa sína kosti!

Einnig viljum við benda á Rafbókasafnið www.rafbokasafnid.is, sem er aðgengilegt öllum sem eru með bókasafnskort og er alltaf opið. Rafbækur má lesa eða hlusta á beint úr tölvu eða í gegnum Libby appið á snjalltækjum. Nánari leiðbeiningar hér: www.borgarbokasafn.is/rafbokasafnid