Til hamingju, Rán!

Rán Flygenring hlaut Barna- og unglingabókaverðlaun Norðurlandaráðs við hátíðlega athöfn í Ósló, 31. október 2023. Verðlaunin hlaut hún fyrir bók sína Eldgos sem fjallar um stóra hluti og smáa, gapandi ógnir jarðar og hversdagsógnir í hári skólabarna. Við samgleðjumst Rán innilega og óskum henni jafnframt til hamingju með heiðurinn. Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars: 

Eldgos kann í fyrstu að virðast hress og einföld saga um mæðgin og óblíða náttúru, en hún ristir mun dýpra. Frásögnin vekur með okkur margslungnar hugleiðingar um fordóma og fífldirfsku, ógn og ótta og mikilvægi þess að bera ábyrgð á sjálfum sér gagnvart náttúrunni. 

En Rán var líka gestur í Jóladagatali Borgarbókasafnsins í fyrra og sagði þá frá verðlaunabókinni í stuttu máli. Það er ekki úr vegi að rifja það upp að þessu tilefni:

 

Við hjá Borgarbókasafninu nýtum ennfremur tækifærið og rifjum upp vel heppnað samstarfsverkefni með Rán, í Gerðubergi 2021, þar sem sett var upp sýning upp úr bók hennar Vigdís: Bókin um fyrsta konuforsetann.

Leyfum Rán að taka við:

Flokkur
UppfærtMiðvikudagur, 1. nóvember, 2023 11:54
Materials